Fimm þúsund börn

Það mætti halda að allt snerist um peninga á Íslandi þegar horft var til forsíðna morgunblaðanna fyrr í vikunni. Þar mátti lesa:

  • Vogunarsjóðir sjá tækifæri í íslensku bönkunum á ný
  • Fimmtungur lána í frystingu
  • Afskrifa líklega milljarða vegna lána Jötuns Holding
  • Hvöss gagnrýni á umframútgjöld og málsmeðferð hjá ríkinu

Aðalfréttin rataði hins vegar ekki á forsíður blaðanna. Og þó mér fannst hún vera forsíðuefni í dagblöðum og á vefmiðlum. Og hvaða frétt var það? Átakið gegn einelti sem hleypt var af stokkunum. Í tengslum við það hafa samtökin Heimili og skóli m.a. bent á að 5000 börn eru lögð í einelti hér á landi.

5000 börn.

Það eru alltof margir.

Og á bak við þessa tölu eru auðvitað fleiri: Aðstandendur og gerendur.

Á vef Heimilis og skóla er hægt að fræðast meira um átakið og þar er hægt að sækja bækling með hollráðum til foreldra. Við ættum að taka okkur saman og vekja athygli á þessu, skapa meðvitund og styðja Heimili og skóla til góðra verka. Miðla á Facebook og vefmiðlum og til þeirra sem eru í tengslanetunum okkar. Og hvetja svo íslenska fjölmiðla til að setja þetta mál í forgang.

Því það á ekki allt að snúast um peninga.

Það á allt að snúast um fólk.

Það er eins gott að við áttum okkur á því.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.