Kviknar

Árni:

Hvernig tjáum við sýn? Hvernig miðlum við ástandi? Hvernig hvetjum við til aðgerða?

Ég hef verið svolítið hugsi yfir þessu upp á síðkastið og ég hef velt fyrir mér hvernig sé hægt að nota nýja miðla og aðrar aðferðir í þessum tilgangi.

Tökum dæmi:

Við Kristín höfum rætt svolítið um hættuna sem felst í doðanum, í kulnun samfélagsins, í vonleysinu og kyrrstöðunni. Við höfum rætt um reiðina og um þörfina fyrir hvatningu. Við þurfum að kveikja von, við þurfum að virkja. Þetta stutta myndbrot má skoða sem myndlíkingu sem miðlar þessu.

En það má líka líta það öðrum augum. Sem myndlíkingu um sögu föstudagsins langa og páskadags.

Kannski þarf eitt ekki að útiloka annað ;)

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.