Kjósin og stóru spurningarnar

Árni:

Í næstu viku hefst kvikmyndahátíðin Skjaldborg á Patreksfirði. Þar verður meðal annars sýnd kvikmyndin Liljur vallarins. Hún fjallar um stórar spurningar í raunverulegu umhverfi, nánar tiltekið um tilvist, trú og kirkju í Kjósinni. Presturinn á svæðinu kemur heilmikið við sögu:

Myndin er tekin að mestu leyti í Kjósinni, sem er 200 manna sveitasamfélag í skjóli við Esjuna. Séra Gunnar [Kristjánsson] kemur inn í þetta íhaldsama bændasamfélag með róttækar hugmyndir frá Evrópu, kenningar friðarhreyfinga og nýjar hugmyndir um náttúruvernd. Í hans huga eru þessar hugmyndir nátengdar kenningum Jesú frá Nasaret og boðskap Biblíunnar. Í sókninni eru ekki allir sammála um það.

Sem áhugamaður um prestamyndir er ég spenntur að sjá hana, en líka af því að ég er forvitinn að sjá hvernig fjallað er um tilvistarspurningarnar á hvíta tjaldinu. Vonandi rata Liljur vallarins fljótt suður þannig að við sem ekki eigum heimangengt getum notið þeirra.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.