Trúverðugleiki kirkjunnar er í húfi

Kristín:

Í fjölmiðlum síðustu daga hefur manni virst sem svo að innan þjóðkirkjunnar séu uppi ólík sjónarmið þegar kemur að þagnarskyldu presta í tilfellum sem varða barnaverndarmál.

Die Nacht

Margir hafa bent á að ákvæði barnaverndarlaganna séu skýr þegar kemur að skyldu og ábyrgð þeirra sem verða varir við að pottur sé brotinn í velferð barna. Þetta sjónarmið kemur vel fram í siðareglum fyrir starfsfólk kirkjunnar og vígða þjóna kirkjunnar, sem voru samþykkt á kirkjuþingi 2009. Karl Sigurbjörnsson biskup hnykkir á þessu í grein í Fréttablaðinu og á trú.is í dag og segir þessi ákvæði vera undantekningarlaus:

„Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnaverndarlögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis“. Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar undantekningarlaust.“

Það kveður við annan tón hjá sóknarprestinum í Reykholti, séra Geir Waage, sem telur að trúverðugleiki prestsins býði hnekki ef þagnarskyldan víki fyrir upplýsingaskyldunni. Hann lætur hafa eftir sér í viðtali við Pressuna í dag:

„Presturinn er sálusorgari og það sem hann heyrir í skriftum má ekki, undir neinum kringumstæðum, fara lengra. Annaðhvort er þagnarskyldan algjör eða engin.  Trúverðugleiki prestastéttarinnar er í húfi því ef menn geta ekki treyst því að það sem þeir segja prestinum fari ekki lengra er trúnaðurinn horfinn.“

Hér er greinilegur ágreiningur á ferð um eðli þagnarskyldu prests og gildi barnaverndarlaganna. Það sem er umhugsunarvert er hins vegar hver staða embættismanns er, sem lýsir því yfir að hann muni ekki fara eftir landslögum.

Hvernig bregst biskupsembættið og kirkjuráð við því?

Trúverðugleiki kirkjunnar er einmitt í húfi.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.