Við viljum enga fordóma

Við viljum enga fordóma

Við höfum hlustað mikið á barnaplötuna Meira pollapönk í sumar. Lokalagið á henni fjallar um fordóma og það heitir Þór og Jón eru hjón. Textinn dregur upp mynd af nokkrum dæmigerðum einstaklingum sem verða fyrir barðinu á fordómum samfélagsins. Þar á meðal eru hommarnir Þór og Jón sem eiga saman börnin Sif og Örn, Pólverjinn Michal Král sem vinnur hjá Suðurstál og Ylfa Þöll sem elskar tröll.

Pollarnir taka skýra afstöðu gegn hvers kyns fordómum og þeir kveða í viðlaginu:

„Ef þú lætur plata þig
í að tala illa um mig,
láttu af þeim ósóma,
við viljum enga fordóma.“

Því miður eru birtingarmyndir fordóma í dægurmenningunni ekki án fyrirmynda. Í dag voru fjölmiðlarnir fullir af miður skemmtilegum fréttum um íslenska fjölskyldu af kúbverskum uppruna sem hafði reynt á eigin skinni fordóma og ofbeldi vegna kynþáttar.

Faðir og unglingssonur flúðu land vegna kynþáttafordóma. Ungur maður af erlendu bergi brotnu átti kærustu á Íslandi og var mætt af fordómum.

Toshiki Toma er prestur innflytjenda á Íslandi. Hann þekkir til fleiri svona mála eins og hann greinir frá í þessu viðtali. Almennt séð séu þó Íslendingar umburðarlyndir í garð innflytjenda. Þeir sem stundi slíkar ofsóknir séu fámennur og fáfróður hópur.

Pollapönkararnir eru á sömu skoðun. Þeir telja meira að segja að fordómar séu eitthvað sem við lærum, því að öll fæðumst við með tæran koll – þó sumir detti í drullupoll – og verði fordómum um aðra að bráð.

Við erum sammála.

Við viljum enga fordóma.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.