Samtal við samtíðina

IMG_6148

Gunnar Kristjánsson prédikaði í útvarpsmessu frá Mosfellskirkju í morgun Hann talaði meðal annars um þá köllun kirkjunnar að eiga samtal við samtíðina:

Kirkjan verður því að eiga samtal við samtíð sína, slíku samtali má aldrei linna, þar verður hún að gera allt sem í hennar valdi stendur. Hún verður að þekkja menningu þeirrar þjóðar sem hún þjónar, til þess að geta greint hjartslátt líðandi stundar, til þess að geta stuðlað að gagnkvæmum skilningi manna á meðal, til þess að læra, og til þess að miðla reynslu og þekkingu sem hún býr yfir í langri sögu sinni. Og til þess að geta iðkað umræðu um málastað Jesú í samfélagi líðandi stundar.

Hann vísaði líka til Jóns Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík:

Málið snýst um trúarmenningu þar sem hver kynslóð hefur fundið sinn eigin tón. Mér kemur í hug pistill sem ég las um daginn í pistlakverinu Þankagangur eftir borgarstjórann í Reykjavík þar sem hann segir að þakklæti komi upp í hugann þegar hann hugsi til bernskunnar, til fólks sem kenndi honum að trúa. Hann nefnir þar ömmu sína or kristinfræðikennara í barnaskóla. Þau kenndu honum að biðja og veittu honum undirstöðuþekkingu í kristnum fræðum. Hann sagði að hvort tveggja hefði komið sér að góðum notum í lífinu og hann hefði ekki viljað fara á mis við þá fræðslu. Hér er svipmynd af hinni lúthersku trúarmenningu sem berst frá kynslóð til kynslóðar. Hún vekur þakklæti í huga okkar, í lífi mannsins sannast gildi hennar.

Við erum sammála honum þegar kemur að þessu. Kirkja verður að eiga gott samtal við samtíðina og það er full ástæða til að vera þakklát þeim sem leiddu okkur áfram í bernsku og miðluðu þekkingu í kristnum fræðum.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.