Hver kynnir hvar?

Þóra Kristín brýnir fjölmiðla og ráðuneyti í Stjórnlagaþingspistli í dag:

Í raun ættu frambjóðendur til Stjórnlagaþings að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast þess að það verði almennilega staðið að kynningu á áherslum þeirra fyrir þingið. Það kostar sjálfsagt einhver aukablöð með dagblöðunum, sem ríkissjóður þarf að standa straum af, og það er erfitt því afar skammur tími er til stefnu. En eitthvað verður að gera, því kynning á netinu er ekki næg ein og sér og hún nær ekki til allra aldurshópa.

Stjórnlagaþing er merkileg lýðræðisleg tilraun. Ef ætlunin er að gefa þinginu það vægi sem látið er í veðri vaka verður almenningur að vera virkur þátttakandi í að velja fólk inn á þingið. Til þess eru upplýsingar lykilatriði. Ef ætlunin er hinsvegar bara að friða þá sem vilja raunverulegar breytingar á stjórnarskrá með þátttöku almennings og gengisfella þingið eru menn á réttri leið.

Á Íslandi eru gefin út nokkur stór dagblöð. Hvernig væri að stökkva nú til og gefa út myndarlegt kosningablað með örpistlum eftir frambjóðendur og greiningu á þeim eftir stefnumálum? Slíkt blað yrði svo sannarlega lesið.

Er þetta ekki sóknarfæri? Hver verður fyrstur til?

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.