Gleðidagur 10: Tjáning í frelsi

Twist to open

Samskipti snúast í eðli sínu um að gefa af sjálfum sér. Þar er Kristur fyrirmynd okkar. Í boðun hans var enginn undanskilinn. Hin fátæku, sjúku, útilokuðu, kúguðu og valdalausu áttu sérstaka athygli og umhyggju hans. Samskipti í anda Krists eru því kærleiksverk sem hafa frelsið sem Jesús færði öllum sem tóku á móti honum að leiðarljósi.

Í dag, 3. maí, er haldinn Alþjóðadagur tjáningarfrelsis. Sameinuðu þjóðirnar eiga frumkvæði að deginum. Við tökum undir með þeim á þessum degi og viljum styðja þau þau sem kalla eftir tjáningarfrelsi í öllum sínum myndum.

Boðskapur Jesú Krists um frelsi og ást til handa manneskjunni er það sem knýr okkur. Köllun okkar sem kristnar manneskjur er að stunda samskipti djarflega og óttalaust, boða, vitna og segja frá “dýrð hans til vegsemdar” (Ef 1.12) og til að vera „samverkamenn að gleði ykkar“ (2. Kor 1.24).

Munum það á tíunda gleðidegi.

Nánar

Frjáls samskipti, pistill eftir Kristínu á Trú.is

Yfirlýsing WACC – World Association for Christian Communication í tilefni dagsins

Myndin með færslunni er af lyklaborðinu hans Árna.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.