Gleðidagur 13: Elskaðu þig

Þrettándi gleðidagurinn er Megrunarlausi dagurinns. Sigrún Daníelsdóttir skrifar í tilefni hans:

Það er andstyggilegt og niðurrífandi að vera í sífelldri baráttu við sjálfan sig og líkama sinn – óþarfa barátta sem hefur ekkert með heilbrigði að gera.

Dagurinn sem helgaður er engri megrun miðar að því að brjóta niður fordóma sem við höfum sjálf gagnvart okkur sjálfum og hvernig við lítum út. Hann er hugsaður til vitundarvakningar um hvað það er skaðlegt að vera of upptekin af því að telja hitaeiningar og láta þrönga staðla stjórna því sem okkur finnst fallegt.

Okkur finnst megrunarlausi dagurinn snúast um sjálfselsku af því tagi sem er nauðsynleg og góð. Getan til að elska sjálfan sig og sýna sjálfun sér virðingu er grundvöllur heilbrigðra samskipta, heilbrigðra sambanda og heilbrigðs lífs.

Ekki vera í stríði við sjálfan þig – mundu að ekki minni maður en Jesús frá Nasaret sagði (Mk 12.31): „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“

Myndbandið með færslunni er af uppáhaldsréttinum Gulrætur í svínaspiki. Uppskriftina má lesa hér á blogginu.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.