Gleðidagur 14: Gleðin að gefa

Jólaúthlutun 2008

Það gerir okkur hamingjusöm að láta gott af okkur leiða og finnast við gera gagn fyrir aðra. Fjöldi fólks vinnur í sjálfboðavinnu á ólíkum vettvangi og auðgar samfélagið með framlagi sínu.

Á prestastefnu í Reykjavík sem haldin var í vikunni flutti Kristín erindi um sjálfboðaliðastörf í kirkjunni. Kirkjan er einn stærsti vettvangur sjálfboðastarfs í samfélaginu og sjálfboðaliðar starfa á ólíkum sviðum þjóðkirkjunnar, svo sem stjórnun, fræðslu, boðun, tónlist og kærleiksþjónustu.

Þegar fólk sem tekur þátt í sjálfboðastarfi nefnir það sem er því mikilvægt, eru nokkrir hlutir ofarlega á blaði. Félagsskapur, reynsla, viðurkenning, tækifæri til að hafa áhrif eru allt atriði sem höfða til fólks og eru eftirsóknarverð.

Þannig haldast í hendur það sem við getum kallað eigingjarnar og óeigingjarnar hvatir til að taka þátt í sjálfboðastarfi. Við fáum helling út úr því sjálf að láta gott af okkur leiða.

Besta gjöfin er að gefa það til baka sem maður hefur sjálfur þegið.

Myndina með færslunni tók Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir af glöðum sjálfboðaliðum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.