Gleðidagur 15: Elskar þú mig?

http://www.youtube.com/watch?v=z-Bg1tTgxZ8

Do you love me sló í gegn á popplistum vestanhafs árið 1963. Það var hljómsveitin The Contours sem lék og söng. Hljómsveitin endurútgaf lagið árið 1988 fyrir kvikmyndina Dirty Dancing og lagið hitti aftur í mark.

Textinn fjallar um unga manneskju sem leitar að ástinni en hefur ekki haft árangur sem erfiði. Hún hefur orðið fyrir ástarsorg því sá sem hún hafði augastað á endurgalt ekki áhugann. Nú hefur unga manneskjan brugðið undir sig betri fætinum og kemur dansandi inn á sviðið:

You broke my heart, cause I couldn’t dance
You didn’t even want me around.
And now I’m back, to let you know,
I can really shake ‘em down.

Do you love me? (I can really move)
Do you love me? (I’m in the groove)
Do you love me? (Do you love me)
Now that I can dance
Watch me now HEY!

Spurningarnar í textanum kallast á við guðspjall þessa sunnudags sem er skrifað í Jóhannesarguðspjalli 21.15-19. Það geymir stutt samtal milli Jesú og Símonar Péturs. Í þrígang spyr Jesús þessarar spurningar:

Elskar þú mig?

Í hvert skipti svarar Símon Pétur:

Já, þú veist að ég elska þig.

Við þurfum öll ást, viðurkenningu, athygli, trúnað og tryggð. Við þurfum að heyra það frá þeim sem elska okkur. Fimmtándi gleðidagurinn er dagur ástarjátninganna.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.