Ein ferð í Bónus

Við skrifuðum grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag. Henni lýkur með þessari hvatningu:

Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leikskólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra.

Þetta er kjarni málsins að okkar mati. Við styðjum leikskólakennarana, sem vinna frábært starf.

Skildu eftir svar