Í vikunni stóð Kjalarnessprófastsdæmi fyrir fundi um nýja stjórnskrá og kirkjuskipan ríkisins. Arnfríður Guðmundsdóttir og Gísli Tryggvason kynntu niðurstöður stjórnlagaráðs og svo voru umræður. Eitt af því sem kom fram var að nauðsynlegt er að sátt sé um skipan trúmála í þjóðfélaginu. Það er hagsmunamál kirkjunnar, ekki síður en annarra.