Spjaldtölvan og barnamessan

Using the iPad in the Sunday School

Fyrir síðustu jól kom út dvd diskurinn Daginn í dag. Hann naut mikilla vinsælda og færði sunnudagaskólann inn í stofurnar um allt land. Í sumar tók Daginn í dag-gengið sig til og bjó til stutta þætti sem verða sýndir í barnamessum í vetur. Við ákváðum að gera svolitla tilraun í Brautarholtskirkju og nota iPad spjaldtölvu til að sýna þættina.

Brautarholtskirkja er lítil sveitakirkja sem heldur vel um söfnuðinn. Krakkarnir komu sér fyrir fremst í kirkjunni og horfðu andaktug á Hafdísi og Klemma sprella og boða. Það er gaman að geta boðið upp á þetta efni og við hlökkum líka til að prófa okkur áfram með tæknina.

Einn af lyklunum við vel heppnað helgihald er að lánast að nýta rýmið sem er til staðar hverju sinni. Það sem passar vel í stórum nútímakirkjum hentar kannski ekki eins vel þar sem kirkjuhúsið og búnaður er allur annar.

Það er okkar mat að spjaldtölvan henti vel í litlu sveitakirkjunni þar sem ekki eru græjur eins og sýningartjald og skjávarpi. Hún styður við sterku hliðarnar á helgihaldi í sveitakirkjunni – sem er nándin, látleysið og einfaldleikinn.

2 responses

  1. Ingólfur Avatar
    Ingólfur

    Spennandi. Gæti einmitt verið lausn fyrir okkur sem þjónum í litlum sveitakirkjum. Er cd-drif í ipad? Eða er hægt að nálgast þættina á netinu?

  2. Það er ekki hægt að nálgast þættina á netinu, en hægt að nota dvd diskinn til að útbúa skrár sem má nota á ipad. Það er ekki geisladrif, þú notar tölvuna þína til að flytja þetta á milli (með snúru eða þráðlaust).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.