Boðorðin tíu komu við sögu á málþingi um kynferðislega misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi í dag. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir gerði fjórða boðorðið að umtalsefni í erindi um áhrif trúarlegs æskulýðsstarfs á vitund barna um virðingu sína og líkamsrétt. Dr. Marie Fortune færði rök fyrir því hvers vegna sjöunda boðorðið ætti frekar við kynferðisbrot gagnvart börnum heldur en það sjötta.