Ekki deila þessu á Facebook

Mynd úr flugvél hefur farið eins og eldur í sinu um Facebook. Myndinni fylgir saga af konu sem vildi ekki sitja við hlið þeldökks manns í vélinni og bað flugþjón að færa sig. Hún sótti þetta nokkuð fast. Flugþjónninn brást við með því að færa manninn á fyrsta farrými og gaf þá ástæðu að hann ætti ekki að þurfa að sitja við hlið manneskju sem væri óþolandi og full af fordómum. Í lok myndatextans er hvatning: Deildu þessu á Facebook ef þú ert á móti rasisma.

Margir hafa deilt og mynd og sögu er raunar að finna í nokkrum útgáfum á flasbókinni. Í ummælum við eina þeirra stendur eitthvað á þessa leið:

Ekki deila þessari mynd og sögunni því hún er ósönn. Þetta gerðist aldrei hjá flugfélaginu TAM.

Skiptir það einhverju máli? Getur sagan ekki verið góð og jafnvel sönn þótt hún hafi ekki átt sér stað eins og greint er frá, í flugvél frá þessu tiltekna flugfélagi?

Lítum á hana sem dæmisögu um konuna sem fékk fordómana í hausinn og um flugþjóninn sem stóð með þolanda fordóma. Sem dæmisögu um makleg málagjöld hins fordómafulla.

Er ekki tilvalið að nota flasbókina til að deila slíkum sögum?

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.