Aukakirkjuþing um biskupskjör – bloggað í beinni

8 thoughts on “Aukakirkjuþing um biskupskjör – bloggað í beinni”

  1. Kærar þakkir fyrir þetta, Árni…þetta er mjög gagnlegt fyrir okkur sem ekki gátum setið þingið….

  2. Áhugavert. Gott að fá innsýn í umræðuna. Gott að fá aths. Óskar Inga upp á borðið. skil ekki alveg af hverju þeir kirkjuþingsfulltrúar sem þegar hafa stigið fram, koma nú að afgreiðslu kosningalaga.

  3. Ég geri ráð fyrir að þeir þingfulltrúar sem um ræðir, Sigurður Árni og Ingileif eiginkona Þórhalls, hafi verið í sambandi við Pétur kirkjuþingsforseta fyrir þingið til að kanna hvort þau væru vanhæf eða ekki. Mér er ekki kunnugt um það hvort þau sátu hjá við afgreiðslu málsins. Kristján Valur, sem líka hefur gefið kost á sér, hefur ekki atkvæðisrétt á kirkjuþingi.

  4. Ertu nokkuð til í að spyrja þau? Eins og málið stendur, er þetta ekki alveg kósher.

  5. Ég skal spyrja þau sem ég hitti, en held við megum líka halda því til haga að forseti kirkjuþings hefði væntanlega gert athugasemd við þetta á laugardaginn var ef það væri ekki kósher.

    Annars kom mér á óvart að þrír frambjóðendur skyldu ekki vera á staðnum á laugardaginn var. Svona til að hitta kirkjuþingsfólkið sem kemur frá öllu landinu.

  6. Carlos Ferrer spyr um setu mína og reyndar fleiri. Takk Carlos. Mér var og er í mun að mál séu í réttum farvegi. Ég sendi forseta kirkjuþings strax fyrirspurn um setu mína og hann svaraði að þingið fjallaði um form kosninga og úrskurðaði að engin fyrirstaða væri með setu mína á þinginu eða málfrelsi. Því tók ég glaður þátt í aukakirkjuþingi. kv sá

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *