Reglunum breytt

Starfsreglum um biskupskjör var breytt á aukakirkjuþinginu sem var haldið í dag. Í stað rafrænnar kosningar verður póstkosning eins og verið hefur.

Á aukakirkjuþingi sem haldið var í dag í Grensáskirkju var starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa breytt í þá veru að taka aftur upp póstkosningar í stað rafrænna kosninga eins og var fyrirhugað. Það var gert að beiðni kjörstjórnar sem taldi að kosningin yrði öruggari með póstkosningu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.