Eru bara allir prestar landsins í framboði?

Sjö prestar hafa boðið sig fram í biskupskjöri. Framboðsfrestur rennur út 29. febrúar sem er eftir rúmar þrjár vikur svo fleiri gætu átt eftir að bætast við. Þó er líklegt að ef einhver hyggst gefa kost á sér verði það fyrr en síðar því kosningabaráttan er farin af stað. Frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra skrifa á vefinn, hringja í kjörmenn, halda fundi og vekja á sér athygli með ýmsum hætti.

Eru allir í kjöri?

Ein spurningin sem við höfum séð og heyrt, meðal annars á Facebook, lýtur að fjölda þeirra sem bjóða sig fram. Einn vinur okkar á Facebook spurði:

Eru allir prestar landsins í kjöri?

Svarið við því er já. Það eru allir í kjöri, en einungis þeir prestar sem gefa kost á sér fá nafnið sitt ritað á kjörseðilinn.

Sjö, níu, þrettán?

Ekki liggur fyrir hversu margir munu bjóða sig fram. Þau er sjö þegar þetta er skrifað, en gætu allt eins orðið níu eða þrettán áður en yfir lýkur. Er það of mikið?

Athugun á fjölda umsækjenda um sjö prestsembætti leiddi í ljós að umsækjendur hafa verið frá 6-15:

Í þessu ljósi er fjöldi frambjóðenda til biskups Íslands afar eðlilegur. Um er að ræða flott djobb – krefjandi, ábyrgðarmikið, skemmtilegt, umfangsmikið og vellaunað starf með sérstökum skyldum og réttindum.

Hvers vegna ætti fólk sem hefur til þess réttindi og hæfi ekki að sækjast eftir slíku starfi?

3 responses

  1. Baldur Kristjánsson Avatar
    Baldur Kristjánsson

    Vegna þess að þetta er endastöð sem fer illa með þá sem þar enda.

  2. En ef við lítum á þetta sem skiptistöð?

    1. Arna Grétardóttir Avatar
      Arna Grétardóttir

      Skemmtileg nálgun að Biskupsembættið er djobb. Það leiðir þá hugann að jafnréttisáætlun kirkjunnar og hvað hún mun vega þegar kemur að kosningu. Hvað ætli biskupsefnum finnist um það góða plagg?

Skildu eftir svar við Arna Grétardóttir Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.