Alþjóðlegi netöryggisdagurinn – bloggað í beinni

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn í dag. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi þar sem á að ræða um net og tengsl. Ég er mættur þar og ætla að freista þess að blogga dagskrána í beinni. Þetta er spennandi dagskrá þar sem meðal annars á að ræða um áhrif netsins á samskipti fólks, tölvunotkun í námi og kennslu, kynslóðamun, siðferði og einkalíf.

Ragnheiður framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og ungur maður sem er fulltrúi ungmennaráðs SAFT kynna daginn og dagskrána stuttlega. Svo ætlar innanríkisráðherra að setja málþingið. Fylgist með frá upphafi.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra

Það er ánægjuefni að fá að setja þetta þing. Þessi dagur er formlega haldinn í 10. sinn í dag og nú undir yfirskriftinni „Tengjum kynslóðir“. Skipuleg dagskrá í meira en 60 þjóðum þar sem rætt verður um hvernig tækni tengir kynslóðir saman. Núna er áherslan á ráðstefnunni á notendur tækni.

Lögð er áhersla á að kynslóðir miðli þekkingu og reynslu til að stuðla að jákvæðri og öruggri notkun netsins. Markmið SAFT er að hvetja til ábyrgrar notkunar netsins, í tölvum og snjallsímum, og hvetja fjölskyldur til að nota netið ábyrgt.

Netheimar og raunheimar tengjast. Vefmyndavélar tengja fólk sem er fjarri hvert öðru, börn vinna heimavinnu. Börnin kunna á tækni, fullorðnir á siðferði. Og gagnrýnin hugsun er og á að vera leiðarljós.

Fjölmiðlalæsi er markmið. Muna líka að það sem við skiljum eftir okkur á netinu hefur áhrif.

Hrósar fulltrúum frá ungmennaráði SAFT sem taka hér þátt.

Kynnumst netinu saman á öruggan hátt segir Ögmundur.

Ari Eldjárn: Hvernig er líf án netsins? Hvernig verður netið í framtíðinni?

Hvernig skyldi vera að blogga brandara í beinni? Gengur það upp?

Virðulega samkoma. Eða hitt þó heldur.

Hann er búinn að skrifa nýtt efni og ætlar að byrja á því.

Hefur ekki hugmynd um hvernig netið verður í framtíðinni. En ætlar að spá í hvar við værum stödd ef við þyrftum að hætta að nota netið.

Engir spjallvefir.

Vissum ekkert hverjir væru landráðamenn.
Morgunblaðið væri enn sterkt.
Vissum þá ekki hvað ríkisstjórnin stendur sig illa.

Netið hefur búið til vettvang fyrir unga foreldra sem stíga sín fyrstu skref.
Kaupa og selja barnakerrur.
Notuð handklæði.
Þetta fólk væri í vanda.
Kannski væri barnaland haldið í stóru samkomuhúsi.

Það væri ekkert google.
Sem þýddi lakari ritgerðir í öllum skólum, á öllum stigum.
Meiri vangaveltur í slíku efni ;)

Rifrildi hans við Berg Ebba myndu heyra sögunni til.
Því þau enda alltaf á wikipediu.

Google translate væri ekki til.
Þá værum við ekki með skemmtilegar þýðingarvillur.
Útsvar væri spennandi ef ekki væri hægt að gúggla.

Facebook væri ekki til sem myndi skila sér í gríðarmiklum frítíma sem enginn vissi hvað ætti að gera við.

Við þyrftum að nota símaskrá. Hana notar enginn í dag, en við rífumst um hana. Já.is er orðið að Jahá eða kannski Jæja.

Hvað verður um netið í framtíðinni?
Það hefur breytt miklu.
Tónlistarbransinn er breyttur.
Þetta er jákvætt.
Þetta er allt galopið, meiri tónlist í boði.
Þetta mun halda áfram í mörgu fleiru.

Búið að finna upp þrívíddarprentara.
Torrentvandamálið mun bara vaxa.
Dáwnlód á húsgögnum.
Prenta Stockholm borð og sexkant.
Hægt að stela öllu á netinu.

Kirkjur munu breyta um stíl.
Bankar voru alltaf með þetta fýsíska. Svo kom netbankinn.
Kirkjur verða breyttar eftir 20 ár.
Ferð í netkirkju og velur messu.
Til hvers að vera bundin við þjóðkirkjuna.
Fórna höndum í Brooklyn – á netinu.
Kaþólska kirkjan: Skrifar onlæn.
20 maríubænir og svo millifærir þú.

(Lesist með rödd og áherslum Ara).

Diljá Helgadóttir úr ungmennaráði SAFT

Diljá Helgadóttir ætlar að ræða um áhrif netsins á samskipti fólks.

Netið getu verið jákvæður og neikvæður vettvangur. Hún bjó erlendis og hefur góða reynslu af því að nota skype. Margir hafa reynslu af því að segja eitthvað á netinu sem ekki er sagt í eigin persónu.

Hvað er hægt að gera betur?
Hugsa lengur um það sem þú skrifar.
Einelti er staðreynd á netinu.
Nafnleynd getur verið vandamál á netinu.

Hún nefnir vefinn formspring. Hver sem er getur búið til síðu og hver sem er getur spurt þig spurninga þar nafnlaust. Margar spurningarnar eru særandi og þarna fá margir aðilar útrás fyrir neikvæðar tilfinningar með því að rakka aðra niður.

En við eigum ekki að einblína á það neikvæða, það sem er jákvætt skiptir meira máli í lífinu og verður okkur að meira gagni.

Vegna Facebook er hún í jákvæðu sambandi við marga sem hún hefði annars misst alveg af, t.d. vini sem eru annars staðar í heiminum. Netið sameinar þannig vinahópa og fjölskyldur.

Fyrir hennar kynslóð er ómögulegt að hugsa sér lífið án internetsins. Nú skoða flestir netið í farsímunum. Það er líka óhugsandi að hugsa lífið án síma. Hún hefur þó prófað að taka einn og einn dag án netsins.

Vonar að fólk átti sig á því að netið eru forréttindi sem við eigum að kunna að meta.

Endar á netorðunum fimm. Meðal annars: Það sem þú gerir á netinu endurspeglar þig og þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á netinu.

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir: Ungir uppfæra eldri borgara

Hún er verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg. Stýrir EGOV4U you verkefni fyrir borgina. Ætlar nú að segja frá verkefni þar sem 12 ára krakkar uppfræða eldri borgara.

Hún er fyrst fyrirlesara til að nota glærur.

Verkefnið EGOV4U gengur út að auka lífsgæði þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að því að nýta sér upplýsingatækni. Meðal annars eldri borgara. Eldri borgarar eru 10.7% af íbúum Rvk.

Tölvufærni er einn af lyklunum að sjálfstæði, sjálfshjálp og þátttöku í nútímasamfélagi. Að kunna ekki á tölvu má líkja við ólæsi nefnir Ólafía Dögg.

Hvað er þá til ráða?
Ekki dugar að búa bara til vef heldur þarf að fara í tölvukennslu. Með litlum tilkostnaði.

Frá 2006 hafa verið haldin námskeið í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði. Þar kenna 12 ára nemendur úr Breiðagerðisskóla eldri borgurum. Sjálfboðaliðar halda utan um námskeiðin sem eru hluti af lífsleikninámi krakkanna.

Flott framtak.

4-8 nemendur í hverri viku sem taka þátt.

Þetta hefur heppnast ágætlega, krakkar og eldri borgarar og umsjónarfólk ánægð með hvernig þetta gerir sig. Krakkarnir komast að því hvað þau kunna mikið og geta miðlað af þekkingu sinni.

Flott dæmi um mikilvæga þjónustu í nærsamfélaginu sem brúar bilið milli kynslóðanna.

Þetta er einstaklingsmiðað nám. Margir biðja um kennslu á Facebook, senda tölvupóst, skoða fréttavefi, taka myndir og miðla áfram, bóka miða á netinu, finna upplýsingar um þjónustu.

Salvör Gissurardóttir: Félagslegur jöfnuður og internetið

Salvör er lektor við HÍ og einn af okkar helstu sérfræðingum um netsamfélagið. Finnst SAFT skemmtilegt og kært verkefni og valdi fingur sem mynd á fyrstu glæru. Nánar tiltekið fingurhreyfinguna sem stækkar letur – það hentar vel fyrir eldri borgara.

Hún vísar til vefs Hagstofunnar þar sem eru góðar heimildir um internetnotkun á Íslandi. Afar margir hafa aðgang að tækjabúnaði í starfinu sínu, fá nýjar græjur. En hvað með þá sem ekki eru í starfi og fá engar græjur?

Hún bendir á að aðgengi að netinu fer eftir ýmsum þáttum, m.a. innkomu heimila. Ræðir líka um hindranir á netinu. Við búum við kerfi sem er búið til fyrir iðnaðarsamfélagið sem er að hverfa. Mælir með opnum kerfum og opnum stöðlum. Mikilvægt að halda sig við opna staðla og gera efni aðgengilegt fyrir alla.

Opnir staðlar
Opið aðgengi
Ókeypis aðgangur

Eru þrjú lykilatriði.

*

Þá er sýnt 10 mínútna myndband um netnotkun sem ungmennaráðið gerði. Flott myndband þar sem krakkarnir tala og miðla. Vonandi verður það sett á vefinn.

*

Stefán Jökulsson: Hvað er af sem áður var: Um kynslóðamun í stafrænum heimi

Áður var það þannig að prent var helsti eða jafnvel eini lærdómsmiðillinn. Það hefur breyst, nú eru fleiri miðlar, margmiðlun.

Hann spyr meðal annars: Hvaða tækni vantar okkur? Hvaða tækni kalla hugmyndir okkar um gott líf á?

Einar Skúlason: Siðferði, fjölmiðlar og netið: Fjölmiðlafólk miðlar til grunnskólanema

Einar er kynningarstjóri Fréttablaðsins og Vísis og sér um skólaheimsóknir hjá 365 miðlum.

Mörg fyrirtæki taka á móti stórum hópum nemenda á hverju ári. 365 miðlar eru vinsælir. Áður var tilviljanakennt hverjir fengu að koma í heimsókn, en nú er það unnið með markvissari hætti.

7. bekkur boðinn velkominn sérstaklega.

Fyrir 365 miðla er mikilvægt að heimsóknin skilji eftir sig e-a þekkingu. Siðareglur 365 eru meðal þess sem er miðlað, efla fjölmiðlalæsi.

Krakkarnir alltaf við það að sofna þegar kom að þeim hluta heimsóknarinnar. Yfir 90% þeirra eru á Facebook. Þá fóru þau hjá 365 að nota Fb sem líkingu fyrir siðareglur: Þegar krakkarnir eru á Fb eru þau í hliðstæðu hlutverki og fjölmiðlamenn 365. Bera ábyrgð.

Útskýra siðareglur með því að vísa í hlutverk krakkanna á Fb. Ekki má nota fjölmiðilinn til að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Virða friðhelgi einkalífs o.s.frv.

Snjallt að vinna þetta svona.

Útbjuggu bækling, fengu góð ráð frá SAFT: Tölum saman. Hegðum okkur vel á netinu. Siðareglur fjölmiðla og siðareglur á netinu lagðar að jöfnu.

Stefán Hrafn Hagalín: Með tilkomu öflugra leitarvéla … Friðhelgi fortíðar fyrir bí?

Hann er forstöðumaður samskiptasviðs Advania og nýtir tækifærið til að segja aðeins frá því.

Samfélagsmiðlar hafa alltaf verið til segir Stefán Hrafn. Frá póstþjónustu Persa 500 árum fyrir Krists burð.

Ætli við höfum ekki fyrst byrjað að tala af krafti við hóp af fólki á IRC-inu upp úr 1990.

Lykilspurning: Eru samfélagsmiðlar ógn eða tækifæri?

Mikið forvarnarstarf unnið gagnvart börnum, en hópurinn sem verður útundan er 40+ hópurinn. Það þarf líka SAFT verkefni fyrir miðaldra+. Fyrir fólkið sem áttar sig ekki alveg á því hvernig þetta virkar og hvað má gera.

Samfélagsmiðlarnir geta streitt fólk mikið. Sá/sú sem ekki uppfærir gufar bara upp!

Stöðuuppfærslur af Facebook hafa ratað í fréttir.

Allt er afritað.
Allt er geymt.
Að eilífu.

Og þessir miðlar hafa mikil áhrif, fella ríkisstjórnir.

Þetta er björt, ný og góð veröld segir Stefán Hrafn að lokum.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.