Menu

árni + kristín

hjón, foreldrar, prestar

Prófastur vísiterar Mosfellsprestakall

Ég fylgdi prófastinum okkar Kristínar í vísitasíu í Mosfellsprestakalli í vikunni. Við skoðuðum meðal annars Lágafellskirkju og þar er þessi skírnarfontur. Skírnin er annað tveggja sakramenta í lúthersku kirkjunni, hitt er heilög kvöldmáltíð. Sakramenti köllum við athafnir sem miðla náð Guðs með áþreifanlegum hætti.

Skildu eftir svar