Mbl ræðir við Agnesi og Sigurð Árna

Morgunblaðið hefur tekið viðtöl við Agnesi og Sigurð Árna sem voru efst í fyrri umferð biskupskjörs. Agnes leggur áherslu á fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og að kirkjunnar fólk séu góðar fyrirmyndir:

„Mér finnst skipta miklu máli að fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og finni það að við þjónar hennar viljum af öllu hjarta vera góðir þjónar og koma boðskapnum áfram til fólksins. Kirkjunnar fólk á að vera góðar fyrirmyndir, og við megum ekki gleyma því þegar við tölum um kirkjuna að hún er til vegna trúarinnar.“

Sigurður Árni leggur áherslu á barna- og unglingastarf kirkjunnar, ábyrga nýtingu fjármuna og stuðning við starfsfólk kirkjunnar:

„Ég mun fjölskyldutengja starfið og beita mér fyrir að takmörkuðum fjármunum kirkjunnar verði varið til þess málaflokks. Tekjur kirkjunnar eru almennt mjög skertar í landinu og það þarf að nýta féð gríðarlega vel … Ég mun beita mér sérstaklega í þágu presta, djákna og ábyrgðarfólks í kirkjunni þannig að það fái þann stuðning sem það þarf í sínum störfum.“

Hvaða skilaboð felast í niðurstöðunni í gær að mati frambjóðendanna tveggja? Agnes segir: „Mér finnst þetta vera greinileg vísbending um það að fólk vill fá konu í þetta embætti.“ Sigurður Árni segir niðurstöðuna vera til marks um nútímahugsun í afstöðu kjörmanna: „Þetta er skýrt kall eftir breytingum og kirkjan á að svara því. Kirkjan verður að sækja inn í framtíðina.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.