527409_3361309684077_1609121001_2571160_891954943_n

Yngsta dóttirin fór með okkur í Þjóðleikhúsið í vikunni. Það var fyrsta leikhúsferðin hennar. Hún skemmti sér konunglega, skríkti og hló með miklu eldri áhorfendum. Við vitum samt ekki hvort hún skildi alla brandarana.

Við smelltum af mynd þar sem hún er í félagsskap Þjóðleikhússgrímanna tveggja. Á þrettánda gleðidegi viljum við þakka fyrir leikhúsið og menningarstofnanirnar okkar.