Helgin

Vikulega er skipt um takt í lífinu. Þá er helgi. Helgin er tími fjölskyldu og upplifana. Tími ferða í sundlaugarnar og Húsdýragarðinn. Tími grillsins. Tími leiksins og þess sem er skemmtilegt. Helgin er líka kirkjutími þegar við sitjum saman og upplifum samfélagið og þiggjum næringu til anna hversdagsins.

Helgin er dýrmætur hluti af lífinu og fyrir hana viljum við þakka á tuttugasta og sjöunda gleðidegi.