Blómvöndurinn

Á þrítugasta og sjötta gleðidegi gerum við þessa bæn að okkar.

Náðugi Guð. Í dag biðjum við fyrir öllum mæðrum. Fyrir lífmæðrum, kjörmæðrum og stjúpmæðrum. Fyrir ungum og gömlum mæðrum, heilbrigðum og sjúkum, nálægum og fjarverandi. Fyrir þeim sem gefa kærleika og vinsemd með því að vera í móðurhlutverki. Gef þeim þolinmæði, gleði og þinn frið, sem er æðri öllum skilningi. Við biðjum í Jesú nafni.

Ps. Bænin er sótt til ELCA.