Við fylgdumst með Eurovision í kvöld og vorum stolt af okkar fólki í Baku. Það var líka gaman að fylgjast með og taka þátt í samtalinu á Twitter þar sem fjöldi Íslendinga tísti um Eurovision. Fjörið verður líklega enn meira á laugardaginn þegar keppt verður til úrslita.

Takk Gréta Salóme og Jónsi fyrir ykkar framlag til fertugasta og fimmta gleðidags.