Nándin nærir allan ársins hring

Unnur, Kristín, Heiðbjört

Um þessar eru ýmiskonar áramótaheit strengd. Hér kemur tillaga til foreldra: Við skulum knús börnin okkar meira á árinu sem er nýbyrjað. Og við skulum bregðast vel við þegar þau tjá sig, eyða meiri tíma með þeim og styðja þau í frjálsum leik. Því allt þetta skiptir sköpum þegar kemur að þroska og velferð barnanna okkar.

Það fullyrðir Darcia Narvaez, prófessor í sálfræði við Notre Dame háskólann í Bandaríkjunum. Hún varar við ýmsu sem hefur verið viðhaft í uppeldi ungra barna þar í landi síðustu hálfa öldina, s.s. að hafa börn ekki á brjósti, setja þau í sérherbergi frá fæðingu, láta þau gráta til að spilla þeim ekki og síðast en ekki síst vera í litlum líkamlegum tengslum við þau.

Það er hefur sýnt sig að þetta hefur slæm áhrif á sálar- og líkamsþroska barnanna. Það er því verðugt áramótaheit að faðma og halda meira á börnunum sínum, styðja þau í leik og bregðast við þegar þau láta í ljós þörf fyrir athygli og umönnun.

Það er gott fyrir þau og gefur pabba og mömmu líka heilmikið.

Myndin er af mæðgunum Unni, Heiðbjörtu og Kristínu í jólaversluninni í desember. Þá var gott fyrir litla hnátu að kúra í magapoka framan á mömmu.

Image

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>