Vetrarsólin hans Svavars Knúts

Svavar Knútur á Café Cultura

Svavar Knútur er uppáhalds söngvaskáld. Síðasta haust sendi hann frá sér þriðju sólóplötuna sína. Hún heitir Ölduslóð og geymir fjölda fallegra laga. Sum höfðum við áður heyrt a tónleikum, önnur heyrðum í fyrsta sinn á útgáfutónleikunum. Eitt af þeim Vetrarsól og það er eins konar samtímasálmur eins og svo mörg lög Svavars. Hann syngur:

„En eina veit ég Vetrarsól
Sem veitir sálu minni skjól“

Vetrarsólin er manneskja sem söngvaskáldið þráir að hitta. Ef af þeim fundi verður þá breytist allt:

„Þá myndi birta í hellinn minn,
skína æ svo fögur inn.“

Sá grunur læðist að prestunum sem hlusta að vetrarsólina megi sjá sem líkingu fyrir náð sem tekur hold í manneskjunni sem mætir okkur af gæsku og umhyggju á tíma þegar hellirinn okkar – lífið – er dimmur og drungalegir.

Vetrarsól er fallegt lag með góðan boðskap, eins og reyndar Ölduslóðin öll. Platans hans Svavars er eins konar Vetrarsól handa þeim sem hlustar. Uppbyggilegur boðskapur í tali og tónum sem veitir birtu inn í skammdegið.

Myndina hér að ofan tókum við á tónleikum á Café Cultura fyrir langa löngu. Þá heyrðum við Svavar flytja Humble Hymn í fyrsta sinn.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.