#Passíusálmavor

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar tengjast árstímanum órjúfanlegum böndum. Þeir innihalda endursögn og útleggingu á píslarsögu Jesú í guðspjöllunum og gerast á einum sólarhring, frá því að síðustu kvöldmáltíð Jesú með lærisveinunum lýkur á skírdagskvöld, fram að krossfestingunni á Golgata.

Passíusálmarnir eru bókmenntalegt meistaraverk og bera upprunaöldinni sterkt vitni. Tveir mikilvægir lyklar til að skilja þá eru guðfræðistefnan sem kennd er við lútherskan rétttrúnað og þjáningardulúðin. Guðfræði sálmanna og áherslan á þjáningardulúðina kemur vel fram í yrðingum um að pína og þjáning Jesú tjái elsku Guðs til manneskjunnar (1.7)

Passíusálmarnir eru Íslendingum hjartfólgnir, hafa verið endurútgefnir ótal sinnum. Þeir eru fluttir í heild sinni á föstunni á Rás 1 og lesnir upp í mörgum kirkjum á föstudaginn langa. #Passíusálmavor er tilraun til að heiðra þessa stöðu, bæta lífi í passíusálmahefðina og túlka hana upp á nýtt með því að vinna hana inn í samhengi okkar í dag.

Passíusálmavor á blogginu okkar
#passíusálmur á twitter
#passíusálmavor á twitter

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.