Jesú blóð – þriðji Passíusálmur

Það er mikið blóð í Passíusálmunum og það hefur einn tilgang. Blóð Jesú sem er úthellt til að greiða syndaskuld fyrstu manneskjunnar. Hallgrímur gerir sér mikinn og góðan mat úr þessu líkingamáli, og í anda dulhyggjunnar lætur hann blóðrásir sínar og guðdómsins renna saman þegar hann tínir blóðdropa Jesú saman og setur þá í sjóð síns eigin hjarta.

Jesú blóð hefur mögnuð kosmísk áhrif, því það frelsar ekki bara manneskjuna heldur alla sköpunina, jörðina og allt sem vex á henni. Þetta er falleg hugsun og jarðarmiðlæg – dregur fram sýnina á að allt á jörðinni heyrir saman og að manneskjan er háð gjöfum jarðarinnar sér til framfærslu.

Í Adams broti var blóðskuld gjörð.
Bölvun leiddi það yfir jörð.
Jesú blóð hér til jarðar hné,
jörðin aftur svo blessuð sé,
ávöxtur, gróði og aldin klár
oss verði að notkun sérhvert ár. (3. Passíusálmur vers 10)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.