Háskólalestin á Ísafirði

Háskólalestin á Ísafirði

Í næstu viku heldur Háskólalestin af stað í skemmtilegt ferðalag um Ísland. Lestarstjórarnir ætla að stoppa á þremur stöðum að þessu sinni. Í Vesturbyggð 10. og 11. maí, á Sauðárkróki 17. og 18. maí og í Fjarðabyggð 24. og 25. maí. Á hverjum stað verður nemendum í eldri bekkjum grunnskóla boðið upp á spennandi námskeið og svo verður líka efnt til vísindaveislu fyrir alla íbúana á svæðinu.

Háskólalestin er fyrirmyndarverkefni sem springur svo út í Háskóla unga fólksins í júní. Það er alveg frábært verkefni sem við höfum nokkrum sinnum tekið þátt í og hlökkum alltaf til að fylgjast með. Á þrítugasta og fimmta gleðidegi viljum við þakka fyrir Háskólalestina og lestarstjórana góðu sem miðla ungum sem öldnum af fróðleik sínum.

Myndina með bloggfærslunni tókum við af vef Háskólalestarinnar.