Gleðidagur 44: Sjö mínútur fyrir líkamann?

Tómas Viktor

Það er gott að hreyfa sig á hverjum degi. Best er að flétta hreyfinguna inn í okkar daglega lífsstíl, til dæmis með því að ganga frekar en að keyra stuttar vegalengdir, hjóla í vinnuna, fara stiga frekar en að taka lyftu. Þið hafið lesið þetta allt.

Á heilsubloggi á vef New York Times er kynnt sjö mínútna æfingarútina sem kemur hjartanu af stað. Þú þarft ekkert nema svolítið pláss og einn stól. Hverja æfingu gerir þú í 30 sekúndur og á milli æfinga hvílir þú í 10 sekúndur.

  1. Sprellikarlar
  2. Sitja upp við vegg með hnén í 90 gráðu horni
  3. Armbeygjur
  4. Uppsetur
  5. Uppstig á stól
  6. Hnébeygjur
  7. Dýfur a stól
  8. Planki
  9. Hlaupa á staðnum með háum hnélyftum
  10. Framstig
  11. Armbeygja með snúningi
  12. Hliðarplanki

Æfingarnar 12 ættu að taka rúmlega sjö mínútur. Þær má endurtaka tvisvar eða þrisvar. Ítarlegri lýsingu á æfingunum má lesa í fræðigreininni sem bloggfærslan er byggð á.

Á fertugasta og fjórða gleðidegi skulum við hreyfa okkur!

Myndin með bloggfærslunni er af Tómasi Viktori að stökkva út í sundlaug. Sund er einmitt frábær líkamsrækt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.