Lífið getur verið rútínukennt og fullt af endurtekningum. Þá getur verið gott að staldra við og spyrjast fyrir um það sem er í umhverfinu okkar – svona svipað og ef gullfiskurinn spyrði út í vatnið sem hann syndir í.

David Foster Wallace er uppáhaldshöfundur. Í dag viljum við deila með ykkur þessu myndbandi sem var búið til í kringum hluta af ræðu sem hann flutti útskrifarnemum við bandarískan háskóla. Hann er innblásturinn okkar á fertugasta og sjötta gleðidegi.