Gagnrýni til góðs

Það er óhætt að segja að við fáum bæði jákvæða og neikvæða mynd af hátíðahöldunum þessa helgi. Það jákvæða er að fólk kemur saman á fallegu stöðum og upplifir dulmagn náttúrunnar og gleðina yfir hvert öðru. Maður er manns gaman. Staðir lifna við. Ungt fólk tengist og kynnist. Við heyrum líka af því sem aflaga fer. Fréttamat almennt virðist hneigjast að því sem er neikvætt og fjölmiðlar taka stundum að sér að vera eins og hneykslunargjörn frænka sem leggur sig eftir því smæsta sem fer úrskeiðis, og sér ofsjónum yfir öllu sem er gert og sagt, öllu sem er étið og drukkið, keypt og eytt.

Kristín Þórunn Tómasdóttir: Gagnrýni til góðs

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.