Rósa og Malala, Jón og konurnar

Pétur Björgvin Þorsteinsson:

Ungu konurnar fimm sem eru komnar til að heimsækja þig eru allar fæddar hér á Íslandi, húðlitur þeirra er alls konar, þær tala reiprennandi íslensku og ráða við mörg önnur tungumál. Þar sem þú hefur þegið boð þeirra sitjið þið í strætó á leiðinni til bænahaldsins hlið við hlið og spjallið saman. En fyrir utan moskuna skilur leiðir. Ungu hetjurnar fimm þurfa nefnilega að nota annan inngang en þér er boðið til bænahalds með karlmönnunum. Ég vona að þú hugsir til Rosu Parks og ungu kvennanna fimm þegar þú tekur þátt í því bænahaldi og veltir því fyrir þér hvort þú getir sett reglur í borginni þinni um að kirkjur, moskur og önnur bænahús teljist jafnmikið opinberir staðir og strætó og að fólki sé ekki mismunað eftir kyni né öðrum einkennum um hvar það fær sér sæti eða krýpur.

Borgarstjórinn okkar er mannréttindafrömuður sem hefur tekið sér stöðu með hópum sem þarf að berjast fyrir. Pétur Björgvin nefnir hér einn hóp til viðbótar.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.