Málmhaus

Hera Málmhaushetja leikur á rafmagnsgítar við gröf bróður síns.
Hera Málmhaushetja leikur á rafmagnsgítar við gröf bróður síns.

Ég sá á Málmhaus í Háskólabíói í gær. Eftir sýninguna átti ég þess kost að setjast niður með nokkrum bíógestum og Ragnari Bragasyni leikstjóra og Helgu Rós V. Hannam búningahönnuði myndarinnar. Við vorum í Neskirkju í boði Sigurðar Árna Neskirkjuprests.

Myndin er mögnuð og það var gott að geta sest niður til að eiga samtal um hana. Það var meiriháttar að hafa kvikmyndagerðarfólkið með okkur í samtalinu. Ég hef borið mikla virðingu fyrir Ragnari sem kvikmyndagerðarmanni frá því ég sá fyrstu myndirnar hans og hún vex bara með hverri mynd.

Málmhaus verðskuldar ítarlega umfjöllun. Þangað til hef ég þrennt að segja um hana:

  • Málmhaus er frábær kvikmynd, vel skrifuð, leikin, leikstýrt.
  • Málmhaus er ein besta íslenska myndin sem ég hef séð um sorg og úrvinnslu hennar, ef ekki sú besta.
  • Presturinn í Málmhausi ber af öðrum norrænum bíóprestum.

Skellið ykkur í bíó ef þið hafið ekki séð hana. Sjáið hana aftur ef þið hafið séð hana. Svona mynd nýtur sín á hvíta tjaldinu.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.