Fimm ráð til að komast gegnum jólavertíðina í jafngóðu eða betra formi

Jólaskraut í búðarglugga

Aðventa og jól eru tími freistinga í mat og hreyfingu. Allskyns góðgæti freistar reglulega á aðventunni og við viljum gjarnan njóta góðs matar með góðri samvisku. Í aðdraganda jóla mæðumst við líka í mörgu og mörgum reynist erfitt að taka tíma í reglulega hreyfingu.

Gaui þjálfari hjá Kettlebells.is deildi fimm ráðum með vinum sínum á Facebook til að komast í gegnum jólavertíðina í jafngóðu eða betra formi. Þetta byggir á 40 daga áskoruninni sem ég fór í gegnum með þeim. Ráðin fimm eru:

  1. Farðu í klukkutíma göngutúr á hverjum degi fram að áramótum. Sama hvernig veður er.
  2. Andaðu með nefinu til að vinna gegn streitunni sem fylgir aðventu og jólum. „Með því að anda inn um nefið, ofan í þindina, heldur maður ró sinni. Þetta er gömul, en því miður mikið til gleymd, viska. Það er erfitt að vera stressaður ef maður andar rólega á þennan hátt.“
  3. Fylgdu áætlun dagana sem  þú ferð í jólahlaðborð: a. Borðaðu létt yfir daginn, b. puðaðu vel í 30 mínútur 2-3 klukkutímum fyrir veisluna, c. slepptu brauði og súpu á hlaðborðinu en fáðu þér gott kjöt og góðan fisk og gott meðlæti, d. borðaðu hægt og njóttu matarins.
  4. Labbaðu í kjörbúðina og haltu á pokunum heim. Það er góð æfing. Passaðu þig að vera bein/n í baki og horfa fram á veginn.
  5. Taktu Nelson Mandela þér til fyrirmyndar: „ Finndu það góða í fólki, ekki tala illa um aðra, fyrirgefðu þeim sem hafa gert þér illt, hlustaðu meir en þú talar, vertu góð fyrirmynd, hugsaðu vel um eigin heilsu, trúðu á réttlæti, aldrei gefast upp og hafðu gaman af lífinu.“

Fimm einföld ráð sem gera hæfilega miklar kröfur til okkar og auka lífsgæðin. Gaui útskýrir hvert skref nánar á Facebook. Kíkið á það og njótið aðventunnar og jólanna.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.