Einhverju kannski stolið, skömmum kirkjuna

Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller á Vísi: Árni Björnsson þjóðháttafræðingur viðurkennir að „helsta röksemd fyrir heiðnu jólahaldi í desember er mánaðarnafnið” (1993:321), sem og sú staðreynd að fæðingarhátíð frelsarans tók á sig heitið jól á norðurlöndum. Hvað vitum við annars um heiðin jól í desember? Sigurvin Lárus og Sunna Dóra bæta við: Hverjar […]

Rammpólitísk kirkja I

Herdís Þorgeirsdóttir skoraði á kirkjuna í ræðu á aðventukvöldi í Áskirkju fyrr í mánuðinum. Hún sagði meðal annars: Ég vona að kirkjan hiki ekki heldur stígi fram og umvefji það samfélag sem hún vill þjóna, sameini sína rödd þeirra sem enga hafa. Kærleikur og réttlæti eiga að ráða för en ekki bókstafur og blind lagahyggja. […]

Vonin á flóttamannsveginum

Kristín: Árið í ár var vont ár fyrir börn í heiminum, hörmulegar fréttir af fjöldamorðum í pakistönskum skóla í síðustu viku hnikkja bara á menningu þar sem börn eru ekki örugg. Börn og fjölskyldur þeirra hrekjast að heiman af mörgum ástæðum, einni þeirra kynnumst við í jólaguðspjallinu þar sem Jesúbarnið er á hrakningum í ókunnugri […]

Jólaprédikanirnar í ár

Um allt land hafa prestar stigið upp í stól og lagt út af jólaguðspjallinu. Margar af þessum prédikunum hafa líka birst á vefnum. Hér eur nokkrar. Aðfangadagur jóla Agnes M. Sigurðardóttir:  Ljós í glugga Bolli Pétur Bollason: Æfingatíminn Davíð Þór Jónsson: Jól hjá trantaralýð Guðrún Karls Helgudóttir: Í kvöld er allt á hvolfi Hildur Eir Bolladóttir: Hungur […]

Herra Jólaefi og fröken Fullkomnunarárátta

Okkur hjónunum var boðið að skrifa jólahugvekju á Bleikt.is. Úr varð saga af hr. Jólaefa og frk. Fullkomnunaráráttu sem líka fjallar um hin fyrstu jól: Þetta voru jólin þegar jólagestirnir voru ekki prúðbúnir fjölskylduvinir og ættingar heldur dasaðir hirðar sem komu beint úr haganum eftir langan vinnudag og þrír sveittir vitringar sem höfðu ferðast langan […]

Bæn fermingarbarnanna í Laugarneskirkju

Viltu vera með samfélaginu okkar yfir jólin. Viltu styðja okkur í því að gera Ísland að kærleiksríku heimili fyrir alla sem þar eiga heima.  Amen. Á aðventukvöldinu í Laugarneskirkju voru fermingarbörnin í einu af aðalhlutverkunum. Þau gengu inn í kirkjuna með kertaljós, klædd í hvíta kyrtla, sungu. Nokkur þeirra stigu líka fram og báðu fyrir hönd safnaðarins. […]