Gleðidagur 38: Í Laugarneshverfi

Kristín við Laugarneskirkju

Í gær fékk Kristín skemmtilegt símtal frá Agnesi biskupi þar sem hún fékk að vita að hún yrði næsti sóknarprestur í Laugarneskirkju. Það voru góðar fréttir og okkur langar að deila þeim með ykkur á þrítugasta og áttunda gleðidegi.

Laugarneskirkja er sóknarkirkja sem er þjónustumiðstöð nærsamfélagsins. Þar eiga sóknarbörnin skjól og vettvang í gleði og sorg. Kirkjan er í góðum tengslum við hverfið, hefur átt miklu prestláni að fagna og ekki síður öflugu starfsfólki og hópi sjálfboðaliða sem eru tilbúin að leggja mikið á sig fyrir kirkjuna sína og hverfið sitt.

Við erum full af gleði og þakklæti í dag og hlökkum til að leggja okkar af mörkum til góðs samfélags í Laugarneshverfi.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.