Gleðidagur 43: Plokkfiskur

Plokkfiskurinn hans Úlfars

Í dag er Sjómannadagurinn. Um leið og við óskum öllum sjómönnum og fólkinu þeirra til hamingju með daginn viljum við deila með ykkur uppskrift að hátíðlegum hversdagsmat sem við eldum iðulega á heimilinu. Þetta er plokkfiskurinn hans Úlfars á Þremur frökkum.

Í uppskriftina þarf:

  • 900g þorskflök, ýsa eða lúða
  • 200g kartöflur
  • Smjörbolla til að þykkja
  • 1 meðalstór laukur
  • Hálfur lítri af mjólk
  • 1 tsk. karrí
  • Salt eftir smekk
  • 2 msk. pipar
  • 2 msk. kalt smjör

Kartöflurnar eru soðnar, afhýddar og skornar í bita. Þorskurinn er roð- og beinhreinsaður, skorinn í bita og soðinn. Suðan látin komin upp og svo slökkt undir hellunni. Vatni hellt af. Saxið lauk og setjið í pott ásamt mjólk, karrí og salti. Hitið að suðu og þykkið með smjörbollu. Svo er fiski og kartöflum er bætt út í. Kryddað með pipar og hitað aðeins. Því næst er blandan sett í eldfast mót, bernaise-sósa sett yfir og rifinn ostur ofan á. Bakað í ofni við 180-200 gráður þar til osturinn er orðinn fagurgylltur.

Berið fram með rúgbrauði og þykku íslensku smjöri. Njótið með skemmtilegu fólki.

Verði ykkur að góðu.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.