Árni:

Sorgin er eins og köttur því hún er sjálfstæð. Við eigum hana ekki þótt hún sé hluti af okkur. Við stjórnum henni ekki og getum ekki kallað hana fram þótt við finnum hana stundum nálgast. Smátt og smátt lærum við samt að þekkja aðstæðurnar þegar sorgin hellist yfir okkur.

Ást verður sorg verður ást, prédikun í Laugarneskirkju 2. nóvember 2014.