Mánudagsmeðmælin fá Kjarninn og Guðmundur Pálsson fyrir hlaðvarpsþáttinn Pabbi þarf að keyra sem er bráðskemmtilegur. Guðmundur er auðvitað alvanur útvarpsmaður og góður pistlahöfundur og hér gefur hann skemmtilega innsýn í líf fjölskyldunnar sem kvaddi hversdagsbaslið og hélt á vit ævintýranna í Evrópu.

Hlaðvarpið er á uppleið á Íslandi. Alvarpið ruddi því leið. Nú kemur Kjarninn sterkur inn og fleiri eiga vonandi eftir að bætast í hópinn. Mér finnst alveg frábært að geta hlustað á stutta og skemmtilega íslenska þætti á leiðinni í vinnuna. Takk fyrir mig.