Karlar þurfa að leggja sitt af mörkum

til að konum finnist þær vera öruggar í borginni okkar. Það er eitt af markmiðum átaksins Örugg borg. Ólafur Stephensen skrifar í Kjarnann í dag:

Við karlarnir eigum einfaldlega að vera sammála um að það er aldrei í lagi að beita ofbeldi, áreita konur eða sýna þeim ógnandi framkomu. Allir ljósastaurar heimsins taka ekki í burtu óttann og öryggisleysið sem margar konur upplifa. Að búa til öruggara borgarumhverfi að þessu leyti er á endanum undir okkur körlunum komið.

Við þurfum að leggja okkar af mörkum.

Ps. Nei, ég er ekkert að plögga Kjarnann sérstaklega, fann bara gott efni þar, tvo daga í röð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.