Þolandi heimilisofbeldis og mansals

Haldið upp á Lúsíudaginn í sænskri kirkju.
Haldið upp á Lúsíudaginn í sænskri kirkju. Mynd: Claudia Gründer. Wikipedia.

Heilög Lúsía er táknmynd fyrir örlög kvenna sem eru undir ákvarðanir og vald annarra settar. Hún er þolandi heimilisofbeldis og mansals eins og kynsystur hennar um allan heim enn þann dag í dag. 13. desember er dagurinn hennar.

Ofbeldi gegn konum er stór og svartur blettur á menningu okkar og því er við hæfi að staldra við einmitt á svartasta tíma ársins og horfast í augu við þær konur sem hafa lifað og dáið við kerfisbundna beitingu ofbeldis í skjóli fjölskyldutengsla eða hefða.