Menu

árni + kristín

hjón, foreldrar, prestar

365 dagar í 365 myndum

Narnía í Reykjavík

Fyrir margt löngu (lesist: í júní 2004) skráði ég mig til leiks á ljósmyndavefnum flickr. Nokkrum sinnum hef ég fylgst með ljósmyndurum á flickr vinna 365 daga verkefni. Þau ganga út á að taka eina ljósmynd á dag og deila henni á vefnum. Þetta gefur skemmtilega innsýn í árið og er líka leið til að þroska sig sem ljósmyndara.

Í ár ætla ég að slást í hópinn og freista þess að taka 365 myndir. Fyrstu tvær hafa þegar birst. Við myndatökurnar ætla ég jöfnum höndum að nota snjallsímann og stóru myndavélina, allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Fylgist endilega með.

Myndin hér að ofan var tekin á öðrum degi ársins og sýnir Narníu í Reykjavík.

Skildu eftir svar