Litanía og dygðir, Britney Spears, Bono, Davíðssálmar og kirkjuskipan

Nýjasta tölublað Ritraðar Guðfræðistofnunar er komið út. Þetta er annað tölublaðið sem kemur nú út eftir að tímaritinu var breytt í vefrit. Að þessu sinni eru fimm greinar og einn ritdómur í ritröðinni:

  • Einar Sigurbjörnsson: Litanía
  • Guðmundur Sæmundsson: Glæðing dygða í hverri þraut. Um tengsl íþrótta og kristinnar trúar
  • Guðni Elísson: „Britney fokkíng Spears.“ Kærur Vantrúar og innihaldsgreining í hugvísindum
  • Gunnar J. Gunnarsson: Bono og Davíð. Áhrif Davíðssálma á texta hljómsveitarinnar U2
  • Hjalti Hugason: Kirkjuskipan fyrir 21. öld. Önnur grein: Frjáls og aðskilin kirkja?
  • Sólveig Anna Bóasdóttir: Ritdómur um Ask the Beasts. Darwin and the God of Love eftir Elizabeth A. Johnson

Líklega verður að gera könnun meðal lesenda til að fá viðhorf þeirra til breytingarinnar á formi ritsins, en mér finnst þetta vera framfaraskref og það hefur þegar leitt til þess að ég les meira af Ritraðargreinum en áður.