Að velja rektor og biskup

Torfi H. Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands skrifar um rektorskjör í Fréttablaðið í dag:

Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára.

Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti.

Þetta er ekki einsdæmi en það er óalgengt. Hliðstæðan er til dæmis kjör biskups Íslands og vígslubiskupa í þjóðkirkjunni. Þar eru það vígðir starfsmenn þjóðkirkjunnar og kjörnir fulltrúar sjálfboðaliða í kirkjunni sem velja.

Atkvæðamagnið er hlutfallslegt í háskólanum en atkvæði gilda jafnt í kirkjunni. Af þeim sökum fara leikmenn með fleiri atkvæði í biskupskjöri en vígðir fulltrúar. Atkvæði háskólamenntaðra starfsmanna gilda hins vegar meira í rektorskjöri.

Allir starfsmenn og nemendur hafa atkvæði í háskólanum, en það eru vígðir menn (hliðstæðir við starfsmenn með háskólapróf) og fulltrúar leikmanna sem fara með atkvæðin í kirkjunni.

In