Tuttugasti og annar er vatnsdagur

22. mars er vatnsdagur

Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þá er gott að rifja upp grundvallaratriði eins og þetta:

Kirkjan stendur föstum fótum í grundvallarskilningi sínum á því að vatnið sem grunnefni lífs og Guðs gjöf til allra, eigi aldrei að lúta markaðslögmálum eða gróðasjónarmiðum sem koma niður á almannahagsmunum. Hún leitar í sína eigin hefð að myndmáli og áherslum sem undirstrika samábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og umhverfinu sem við tilheyrum. Þannig eru áþreifanleg vatnsmál tjáð með hugtökum guðfræðinnar og orðfæri trúarinnar.