Í fjórtán myndum

Richard Coles er prestur í ensku kirkjunni. Hann er virkur á twitter og deildi í gær fjórtán ljósmyndum sem kallar á við krossveginn – krossdvalirnar fjórtán. Þetta eru óhefðbundnar myndir sem vekja til umhugsunar. Textarnir sem fylgja hverri mynd eru líka frá honum.

Fyrsta dvöl. Jesús er dæmdur til dauða.
Fulltrúi ISIS lýsir yfir dauðadómi yfir einum af föngum samtakanna.

Önnur dvöl. Jesús ber krossinn.
Eitt af fórnarlömbum menningarbyltingar Maós 1966.

Þriðja dvöl. Jesús fellur í fyrsta sinn.
Fórnarlamb ofbeldis gegn samkynhneigðum sem var beitt í gleðigöngu í Rússlandi á síðasta ári.

Fjórða dvöl.Jesús mætir móður sinni.
Junko Ishido biðst vægðar fyrir hönd sonar síns Kenji Goto sem var myrtur af ISIS í janúar.

Fimmta dvöl. Símon frá Kyrene neyddur til að bera krossinn.
Kristið fólk frá Írak flýr Mósúl á síðasta ári.

Sjötta dvöl. Verónika þerrar andlit Jesú.
Hjúkrunarkonan Will Pooley smitaðist af Ebóla þegar hún var að störfum Í Sierra Leone. Hún náði sér og sneri aftur til starfa sinna við hjúkrun í landinu.

Sjöunda dvöl. Jesús fellur öðru sinni.
Lögreglumaður er fórnarlamb í átökum milli mótmælenda sem styðja Rússland og Tatara á Krímskaga.

Áttunda dvöl. Jesús talar til kvennanna.
Nokkrar af stúlkunum 219 sem Boko Haram tók í apríl 2014. Þeirra er enn saknað.

Níunda dvöl. Jesús fellur þriðja sinni.
Karlmaður sem var handtekinn í uppþoti í Ferguson eftir að lögreglan skaut og drap táningispiltinn Michael Brown á síðasta ári.

Tíunda dvöl. Jesús afklæddur.
Karlmaður er húðstrýktur í Saudi-Arabíu á síðasta ári.

Ellefta dvöl. Jesús negldur á krossinn.
Bekkur sem dauðadæmdur fangi er lagður á og festur við í San Quentin fangelsinu áður en hann er tekinn af lífi.

Tólfta dvöl. Jesús deyr.
Yfirgefið altari í rómversk kaþóskri kirkju í Cardross í Skotlandi.

Þrettánda dvöl. Jesús tekinn ofan af krossinum.
Fórnarlamb ebólu í Sierra Leone er fært til grafar.

Fjórtánda dvöl. Jesús greftraður.
Konur sem eru ættingjar fórnarlamba í Peshawar skólanum í Pakistan.