Selirnir og sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn í Húsdýragarðinum 5. apríl 2015.

Börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega.

Ein af skemmtilegustu upplifunum páskadags var sunnudagaskólinn í Húsdýragarðinum. Skemmtunin hófst með því að selunum fjórum var gefið og svo var haldið í tjaldið í garðinum þar sem við tók söngur, sögur og bænir undir handleiðslu presta og sunnudagaskólakennara úr Laugardalnum að viðbættum Þorvaldi Halldórssyni sem lék undir. Börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega.

Ps. Rúv mætti á staðinn.